Hefur þú lent í seinkun eða afbókun á flugi?

Þú gætir átt rétt á allt að 600 evrum í skaðabætur

Réttur flugfarþega nýtur verndar samkvæmt reglugerð ESB nr. 261/2004. Samkvæmt reglugerðinni er flugfarþegum veittur margvíslegur réttur að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Þú gætir átt rétt á bótum ef eitthvað af eftirtöldu hefur komið fyrir þig:

Seinkun á flugi

Í 3 tíma eða lengur

Afbókun á flugi

Þegar minna en 2 vikur eru í brottför

Farþega neitað um far

Einkum vegna yfirbókunar

Hvers vegna að velja okkur?

  • Öll áhættan og vinnan hvílir á okkur. Ef engar bætur fást greiddar er engin greiðsla tekin fyrir þjónustuna.

  • Við búum yfir sérfræðiþekkingu á umræddu sviði.

  • Farþegar sem velja Flugréttindi fá að meðaltali 400 evrur í skaðabætur frá flugfélögum.

  • Við veitum þér upplýsingar og aðstoð að kostnaðarlausu.

Hvernig virkar þetta?

1. Skráðu beiðnina þína
Kynntu þér rétt þinn hjá okkur og fylltu út eyðublaðið. Fljótlegt og auðvelt, þér að kostnaðarlausu.
2. Slappaðu af
Leyfðu sérfræðingunum okkar að sjá um alla vinnuna og útgjöldin fyrir þig.
3. Fáðu greitt
Ef þú átt rétt á bótum tökum við einungis 20% í þóknun. Ef bætur fást ekki greiddar greiðir þú ekkert. Engin áhætta.

Um okkur

Flugréttindi sérhæfir sig í því að aðstoða flugfarþega, sem ferðast til eða frá landi innan Evrópska efnahagssvæðisins og lenda í seinkunum, niðurfellingu flugs eða yfirbókun.

Sérfræðingarnir okkar hafa víðtæka þekkingu á reglum EES- og Evrópuréttar og búa yfir mikilli reynslu á sviði flugmála. Þeir hafa sinnt störfum og veitt ráðgjöf varðandi réttindi flugfarþega bæði á Íslandi sem og í Evrópu.